— Morgunblaðið/RAX
2. september 1625 Gos hófst í Kötlu í Mýrdalsjökli með ógnarlegu vatnsflóði og ísreki. Eldgangurinn var svo mikill að líkt var og „allt loftið og himnarnir mundu í sundur springa,“ eins og segir í Skarðsárannál.

2. september 1625

Gos hófst í Kötlu í Mýrdalsjökli með ógnarlegu vatnsflóði og ísreki. Eldgangurinn var svo mikill að líkt var og „allt loftið og himnarnir mundu í sundur springa,“ eins og segir í Skarðsárannál. Þegar öskufallið var mest „sá enginn annan þó í hendur héldist þá hæstur dagur var“. Kyrrð komst á 14. september.

2. september 1845

Heklugos hófst eftir 77 ára hlé og stóð til næsta vors. „Hryggur Heklu rifnaði að endilöngu og á sprungunni mynduðust fimm gígir,“ sagði í ritinu Landskjálftar á Íslandi. Næsta gos varð rúmri öld síðar.

2. september 1932

Fossvogskirkjugarður í Reykjavík var vígður þegar öldungur og ungur drengur voru jarðsettir. „Einkennileg og hrífandi jarðarför,“ sagði í Morgunblaðinu.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson