Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson fer í næstu viku í fyrstu utanför sína sem forseti Íslands. Ferðinni er heitið til Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem forsetinn mun fylgjast með Ólympíumóti fatlaðra. Forsetinn fer utan þriðjudaginn 6.

Guðni Th. Jóhannesson fer í næstu viku í fyrstu utanför sína sem forseti Íslands. Ferðinni er heitið til Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem forsetinn mun fylgjast með Ólympíumóti fatlaðra.

Forsetinn fer utan þriðjudaginn 6. september og verður viðstaddur setningu mótsins að kvöldi 7. september ásamt leiðtogum og ráðherrum um 40 annarra ríkja. Hann mun síðan fylgjast með leikunum og hitta íslensku keppendurna og aðstandendur þeirra. Forsetinn verður í Ríó fram til 10. september.

Íþróttasamband fatlaðra bauð Guðna að sækja leikana en forsetaembættið stendur straum af kostnaði við ferðina. Með Guðna í för verður Örnólfur Thorsson forsetaritari.

Ekki er um opinbera heimsókn að ræða en engu að síður munu stjórnvöld í Brasilíu hafa aðkomu að heimsókn Guðna eins og annarra þjóðarleiðtoga sem sækja mótið.

sisi@mbl.is