Andreas Frewer
Andreas Frewer
Í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá upphafi læknaréttarhaldanna í Nürnberg í Þýskalandi stendur Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og Churchill-klúbbinn, fyrir stuttu málþingi í fundarsal...
Í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá upphafi læknaréttarhaldanna í Nürnberg í Þýskalandi stendur Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og Churchill-klúbbinn, fyrir stuttu málþingi í fundarsal Þjóðminjasafnsins á morgun, laugardag, frá kl. 10-12. Fyrirlesari er þýski prófessorinn Andreas Frewer við Háskólann í Erlangen-Nürnberg. Hann er höfundur yfir 200 greina og nokkurra bóka um siðfræði og sögu læknisfræðinnar, með sérstakri áherslu á læknaréttarhöldin. Réttarhöldin snerust um læknisfræði án mannúðar en fjölmargir þýskir læknar skipulögðu og framkvæmdu margs konar tilraunir á lifandi fólki í fangabúðum nasista víða um Evrópu á stríðsárunum.