Slys Skjámynd af sprengingunni.
Slys Skjámynd af sprengingunni.
Bandaríski flugherinn sagði í gær að engan hefði sakað þegar eldflaug geimferðafyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á skotpalli á Canaveral-höfða í gærmorgun og engin almannahætta stafaði af sprengingunni.

Bandaríski flugherinn sagði í gær að engan hefði sakað þegar eldflaug geimferðafyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á skotpalli á Canaveral-höfða í gærmorgun og engin almannahætta stafaði af sprengingunni. SpaceX segir að þegar sprengingin varð hafi skotpallurinn verið mannlaus í samræmi við verklagsreglur.

Eldflaugin var af gerðinni Falcon 9 og átti að flytja ísraelskt samskiptagervitungl en sprakk í loft upp á skotpallinum í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída. Verið var að gera hefðbundna próf-un á hreyfli eldflaugarinnar fyrir geimskot sem var fyrirhugað á laugardaginn kemur.

Í yfirlýsingu frá SpaceX segir að óútskýrð bilun hafi orðið við prófunina sem leitt hafi til þess að eldflaugin og farmurinn eyðilögðust.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldflaug SpaceX springur á jörðu niðri. Falcon 9-eldflaug fyrirtækisins sprakk í loft upp skömmu eft-ir að henni var skotið á loft í júní í fyrra til að flytja birgðir í Alþjóðlegu geimstöðina.