Tom Walsh
Tom Walsh
Nýsjálendingurinn Tom Walsh gerði sér lítið fyrir og vann ólympíumeistarann Ryan Crouser í æsilegri kúluvarpskeppni á Demantamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, í Zürich í gærkvöldi.

Nýsjálendingurinn Tom Walsh gerði sér lítið fyrir og vann ólympíumeistarann Ryan Crouser í æsilegri kúluvarpskeppni á Demantamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, í Zürich í gærkvöldi. Walsh varpaði 22,20 metra og bætti eigið Eyjaálfumet um 20 sentímetra. Crouser, sem hafði lengst af forystu í keppninni, varð að gera sér annað sæti að góðu með slétta 22 metra. Þetta var aðeins í annað sinn á síðustu 27 árum sem tveir menn varpa kúlunni 22 metra eða lengra í sömu keppni utanhúss.

Frakkinn Renaud Lavillenie vann ólympíumeistarann Thiago Braz í stangarstökkskeppni karla. Lavillenie deildi sigrinum með Sam Kendricks frá Bandaríkjunu. Báðir stukku 5,90 metra. Braz varð að gera sér að góðu að stökkva sex sentímetrum lægra. iben@mbl.is