Forsætisráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist telja að flestir væru á því að núverandi stjórnarskrá hefði sannað gildi sitt í eftirköstum hrunsins.

Forsætisráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist telja að flestir væru á því að núverandi stjórnarskrá hefði sannað gildi sitt í eftirköstum hrunsins.

Þetta sagði hann er hann mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, en þar var lagt til að bæta við þremur nýjum ákvæðum í stjórnarskrána; um náttúruvernd, auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ákvæðin eru afrakstur vinnu stjórnarskrárnefndar Alþingis, sem skipuð var árið 2013.

Sagði hann tillögurnar hafa verið unnar í góðri sátt allra flokka, þó að í lokin hefði verið meiningarmunur í nefndinni. Hann sagði að nefndin hefði unnið mjög gott starf við að finna meðalveginn og tekið tillit til andstæðra fylkinga. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir með forsætisráðherra um að stjórnarskráin hefði staðist hrunið.

Stjórnarandstaðan var ósammála og lýstu orð Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata því ágætlega: „Herra forseti, þetta er engin málamiðlun!“ sagði hann. 2