Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Ísfirðingurinn Sigurður Þorsteinsson hefur samið við gríska liðið Larissa sem leikur í B-deildinni þar í landi. Bæjarins besta greindi frá þessu á vef sínum í gær. Um er að ræða sama lið og Teitur Örlygsson lék með á tíunda áratugnum.

Ísfirðingurinn Sigurður Þorsteinsson hefur samið við gríska liðið Larissa sem leikur í B-deildinni þar í landi. Bæjarins besta greindi frá þessu á vef sínum í gær. Um er að ræða sama lið og Teitur Örlygsson lék með á tíunda áratugnum.

Sigurður er rúmlega tveggja metra hár miðherji og hefur leikið erlendis undanfarin ár. Í fyrra lék hann með Machite Doxa Fefkon í sömu deild í Grikklandi en áður var Sigurður á mála hjá Solna í Svíþjóð.

Sigurður er fæddur árið 1988 og uppalinn hjá KFÍ. Hann lék einnig með Keflavík og Grindavík hér heima og varð Íslandsmeistari með báðum liðum. kris@mbl.is