Sól og sæla Í gær voru vaskir menn að undirbúa lýðræðishátíðina.
Sól og sæla Í gær voru vaskir menn að undirbúa lýðræðishátíðina. — Morgunblaðið/Þórður
„Þetta er að norrænni fyrirmynd, hátíðin hefur verið haldin þar í áratugi og er þar talin vera mikilvægasti staðurinn þar sem stjórnmálamenn hitta kjósendur, því þarna koma saman stofnanir, samtök, fyrirtæki og almenningur og ræða málin,“...

„Þetta er að norrænni fyrirmynd, hátíðin hefur verið haldin þar í áratugi og er þar talin vera mikilvægasti staðurinn þar sem stjórnmálamenn hitta kjósendur, því þarna koma saman stofnanir, samtök, fyrirtæki og almenningur og ræða málin,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, einn aðstandenda lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins. Hátíðin hefst í dag, 2. september, en lýkur á morgun, laugardaginn 3. september.

Áhugi er augljós fyrir hátíðinni enda hafa yfir 70 þátttakendur með um 100 viðburði skráð sig, en til gamans má geta þess að um 300 viðburðir eru skráðir á Menningarnótt.

Meðal atburða er að Siðfræðistofnun HÍ mun stýra umræðum um hvernig ungmenni sjái fyrir sér að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

Þá mun Rannsóknamiðstöð ferðamála standa fyrir pallborðsumræðum um ávinning, ábyrgð og áskoranir í ferðamálum.