[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þ órdís Hrönn Sigfúsdóttir , leikmaður Stjörnunnar, verður frá æfingum og keppni næstu mánuði eftir að hafa slitið krossband í hné. Þórdís staðfesti þetta við fotbolti.net en hún meiddist á lokamínútunum í deildarleik gegn ÍBV á dögunum.

Þ órdís Hrönn Sigfúsdóttir , leikmaður Stjörnunnar, verður frá æfingum og keppni næstu mánuði eftir að hafa slitið krossband í hné.

Þórdís staðfesti þetta við fotbolti.net en hún meiddist á lokamínútunum í deildarleik gegn ÍBV á dögunum. Hin 22 ára gamla Þórdís kom til Stjörnunnar frá Svíþjóð fyrir tímabilið og hefur verið í stóru hlutverki í sumar, en verður nú lengi frá.

Ítalski knattspyrnumaðurinn Dani Osvaldo hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri. Osvaldo vill frekar einbeita sér að tónlistarferlinum. Osvaldo spilaði 14 landsleiki fyrir Ítalíu, síðast fyrir tveimur árum, og skoraði í þeim fjögur mörk.

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer sætir nú rannsókn svissneskra yfirvalda vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem haldið var í Þýskalandi 2006. Rannsóknin snýr að meintu hneyksli sem felur meðal annars í sér mútur, peningaþvætti og aðra glæpsamlega hegðun. Beckenbauer stýrði umsókn Þjóðverja um að halda HM, en áður hefur hann neitað að vera viðloðandi spillingu. Beckenbauer er fyrrverandi varaforseti þýska knattspyrnusambandsins og situr í stjórn FIFA.

Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, var í gær skipaður nýr fyrirliði landsliðsins í kjölfar þess að Bastian Schweinsteiger hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Neuer, sem er 30 ára gamall, verður með fyrirliðabandið þegar Þjóðverjar etja kappi við Norðmenn í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Ósló á sunnudaginn. Það verður þó ekki í fyrsta sinn sem Neuer ber fyrirliðabandið, en hann var fyrirliði þýska landsliðsins í fimm leikjum þess af sex á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar þar sem Schweinsteiger hóf leikina á varamannabekknum.

F raser Forster, einn af markvörðunum í enska landsliðshópnum, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og hefur samherji hans í liði Southampton, Alex McCarthy, verið valinn í hans stað, en England mætir Slóvakíu í undankeppni HM á sunnudaginn. McCarthy er nýliði í enska landsliðinu en hefur leikið þrjá leiki með U21 árs liði Englendinga.