Jarðskjálftasvæði Skjálftinn átti upptök sín um 167 km utan við borgina Gisborne.
Jarðskjálftasvæði Skjálftinn átti upptök sín um 167 km utan við borgina Gisborne. — Ljósmynd/Wikipedia
„Húsið hristist ekki bara og skalf heldur sveiflaðist það hreinlega fram og til baka,“ segir Rúna Kristjónsdóttir Kuru í samtali við Morgunblaðið, en hún er ásamt fjölskyldu sinni búsett í borginni Gisborne á Norðurey á Nýja-Sjálandi þar sem...

„Húsið hristist ekki bara og skalf heldur sveiflaðist það hreinlega fram og til baka,“ segir Rúna Kristjónsdóttir Kuru í samtali við Morgunblaðið, en hún er ásamt fjölskyldu sinni búsett í borginni Gisborne á Norðurey á Nýja-Sjálandi þar sem jarðskjálfti upp á 7,1 stig reið yfir síðdegis í gær að íslenskum tíma.

Fjölmargir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið og mældust m.a. tveir þeirra 6,2 og 5,6 stig. Upptök stóra skjálftans eru sögð á um 30 km dýpi og um 167 km utan við Gisborne.

Þá gáfu fulltrúar almannavarna á svæðinu út flóðbylgjuviðvörun eftir jarðskjálftann og þurftu því fjölmargir íbúar að yfirgefa heimili sín. 4 og 19