Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir
„Mér finnst alveg ótækt að ríkissjóður verði af þessum tekjum sem búið er að dæma fólk til að greiða. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo mikil biðröð í fangelsi landsins til að fullnusta refsingar að núverandi ákvæði eru að verða óvirk.

„Mér finnst alveg ótækt að ríkissjóður verði af þessum tekjum sem búið er að dæma fólk til að greiða. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo mikil biðröð í fangelsi landsins til að fullnusta refsingar að núverandi ákvæði eru að verða óvirk. Ríkissjóður verður af miklum fjármunum vegna tveggja samverkandi þátta, annars vegar að það er ekki lagastoð til að innheimta og hins vegar að fangelsin eru yfirfull,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.

„Þetta innheimtist 85-90%, að mig minnir, á Norðurlöndunum og það vantar lagaákvæði hér til þess að hægt sé að innheimta þessar sektir og það þarf bara örlitla lagabreytingu til,“ segir hún.