Bieber Tónleikarnir eru hluti tónleikaferðar víða um heim.
Bieber Tónleikarnir eru hluti tónleikaferðar víða um heim.
Fyrsta starfsfólk Purpose-tónleikaferðar Justin Bieber kemur til landsins í dag. Von er á um 100 manns að utan næstu daga, en flestir eru starfsmenn tónleikaferðarinnar og fylgdarlið.

Fyrsta starfsfólk Purpose-tónleikaferðar Justin Bieber kemur til landsins í dag. Von er á um 100 manns að utan næstu daga, en flestir eru starfsmenn tónleikaferðarinnar og fylgdarlið. Allt er komið á fullt í Kórnum í Kópavogi, þar sem tónleikarnir verða haldnir dagana 8. og 9. september.

Kórinn hentar orðið vel til tónleikahalds, að sögn Ísleifs Þórhallssonar, tónleikahaldara hjá Senu, og er nú svo komið að viðræður standa yfir við ekki síðri poppstjörnu en Bieber um að koma og halda hér tónleika. „Það má alveg segja að flóðgáttirnar séu opnar, því að nú vita allir að það er hægt að koma með hvern sem er til Íslands,“ segir Ísleifur. „Það gat eiginlega enginn látið sér detta í hug að það væri hægt að selja svona marga tónleikamiða í þessu landi. En nú liggur það fyrir að þetta er hægt þannig að það er verið að tala við fólk úti í heimi um ýmislegt, en ekkert er komið á alvarlegt stig,“ segir Ísleifur og bætir við að viðræðurnar muni halda áfram eftir tónleikana.

ingveldur@mbl.is 4