Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Í nýjasta pistli sínum segir Björn Bjarnason m.a. þetta: Líklega er tillagan nauðsyn þess að kollvarpa stjórnarskránni vegna hruns bankakerfisins vitlausasta tillagan sem fram hefur komið vegna hrunsins.

Í nýjasta pistli sínum segir Björn Bjarnason m.a. þetta:

Líklega er tillagan nauðsyn þess að kollvarpa stjórnarskránni vegna hruns bankakerfisins vitlausasta tillagan sem fram hefur komið vegna hrunsins.

Næst vitlausasta en þó dýrari er svikatillagan um ESB-aðild Íslands. Undarlegt er að vegna þessara tillagna hafa orðið til tveir stjórnmálaflokkar:

Lýðræðisvaktin 2013 vegna stjórnarskrárinnar og Viðreisn núna vegna ESB-málsins.

Fylgi Lýðræðisvaktarinnar í alþingiskosningum 2013 var 2,46461546601762% eins og sagði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar 2016. Lýðræðisvaktin taldi að námunda ætti fylgið við 2,5% en það er atkvæðamagnið sem nauðsynlegt er svo stjórnmálaflokkur fái fjárframlag frá ríkinu. Flokksmenn fengu því engan styrk frá ríkinu vegna framboðs síns.

Nú segir hvað eftir annað í fréttum að þjóðkunnir Íslendingar verði í framboði fyrir Viðreisn. Frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar voru vissulega þjóðkunnir og töldu sig eiga brýnt erindi við þjóðina, fylgið reyndist þó ekki meira.

Lýðræðisvaktin fór ekki leynt með meginstefnumál sitt eins og Viðreisn gerir núna, flokkurinn flaggar ekki ESB-aðildinni þótt hún sé ástæða framboðsins.“