Gyðjur Úní og Heloise Pilkington.
Gyðjur Úní og Heloise Pilkington.
Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Úní halda tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld kl. 20.

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Úní halda tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld kl. 20. „Heloise og Úní líta á tónleikana sem nokkurs konar ákall til Gyðjunnar, athöfn eða bæn til móður, systur og gyðju – um heilun fyrir Móður Jörð, þar sem orka Íslands og Englands sameinast í mögnuðum seið,“ segir í tilkynningu frá listakonunum. Þar kemur fram að Heloise Pilkington er tónlistarkona frá Glastonbury í Englandi. „Hún er prestynja Avalon og hefur samið tónlist tileinkaða Gyðjunni í þónokkur ár.“

Tónlistar- og seiðkonan Unnur Arndísar eða Úní, eins og hún kallar sig, semur tónlist tileinkaða gyðjunni og hinum helga kvenkrafti. „Úní hefur í þónokkur ár leitt helgar athafnir til heiðurs gyðjunni í Móðurhofi á Stokkseyri.“