Kisa í Seljahverfi Lítil svört kisa með gul augu hefur að undanförnu haldið sig á vissu svæði, vestarlega í Seljahverfi og hefur sennilega villst að heiman og þarf hjálp við að finna heimili sitt aftur.

Kisa í Seljahverfi

Lítil svört kisa með gul augu hefur að undanförnu haldið sig á vissu svæði, vestarlega í Seljahverfi og hefur sennilega villst að heiman og þarf hjálp við að finna heimili sitt aftur. Ef einhver myndi vilja ræða málið er velkomið að hringja í síma 848-8374.

Kristján.

Dýr jógúrt

Ég kem oft í Te og kaffi-kaffihúsin, sérstaklega á Skólavörðustíg, þar er góð þjónusta og allt það, en grísk jógúrt, sem ég kaupi mér stundum þar, kostaði um 410 krónur fyrir um mánuði, síðan hækkaði hún upp í 595 kr., sl. sunnudag var hún komin í 695 krónur. Hvað hefur hækkað svona sem réttlætir þessa hækkun?

Vonsvikinn viðskiptavinur.