Ljósvíkingur Þorgeir Ástvaldsson við hljóðnemann.
Ljósvíkingur Þorgeir Ástvaldsson við hljóðnemann. — Morgunblaðið/Ómar
Það er allt að gerast í Skaftahlíðinni þessa dagana og erfitt að henda reiður á hver á hvað og hver er hvurs. Starfsmenn og stjórnendur koma og fara og það sama virðist ætla að gerast með eigendur.

Það er allt að gerast í Skaftahlíðinni þessa dagana og erfitt að henda reiður á hver á hvað og hver er hvurs. Starfsmenn og stjórnendur koma og fara og það sama virðist ætla að gerast með eigendur.

Bylgjan og Stöð 2 fagna 30 ára afmæli sínu um þessar mundir, eins og hlustendur og áhorfendur hafa reglulega verið minntir á. Upphafsárin hafa verið rifjuð upp og gamlir ljósvíkingar dregnir fram á sjónarsviðið. Þeir eru þó sumir hverjir enn starfandi á ljósvakanum eftir allan þennan tíma og raddir þeirra og andlit orðin kunnugleg á hverju heimili. Má þar nefna Eddu Andrésar, sem yngist með ári hverju, Kristján Má og Gissur Sigurðsson. Þarna eru einnig lífseigir ljósvíkingar eins og Gulli Helga, Heimir Karls, Logi Bergmann, Siggi Hlö, Gaupi og Ívar Guðmunds.

Síðastur en ekki sístur er Þorgeir Ástvaldsson, sá ómþýði og dáði Dalamaður. Ljósvaki var á dögunum að hlusta á Þorgeir í þættinum Reykjavík síðdegis þegar ekið var framhjá Skaftahlíðinni. Birtist þá ekki Þorgeir út úr húsinu og beint upp í bíl, með skjalatösku í hendi.

Ljósvaki missti nær stjórn á bílnum. Hvenær var Þorgeir klónaður?

Björn Jóhann Björnsson