Málflutningur hófst í gær í Hæstarétti Íslands eftir réttarhlé í sumar. Samkvæmt lista yfir áfrýjuð mál bíða nú þegar rúmlega 330 mál úrlausn réttarins. Fyrsta stóra mál vetrarins hefur verið sett á dagskrá föstudaginn 9. september.

Málflutningur hófst í gær í Hæstarétti Íslands eftir réttarhlé í sumar.

Samkvæmt lista yfir áfrýjuð mál bíða nú þegar rúmlega 330 mál úrlausn réttarins.

Fyrsta stóra mál vetrarins hefur verið sett á dagskrá föstudaginn 9. september. Er það mál ákæruvaldsins gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Var þeim gefið að sök að hafa haldið uppi verði hlutabréfa, haft milligöngu um sýndarkaup á bréfum og lánað eignalausum félögum fé án trygginga.

Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní í fyrra. Þar hlutu fimm Kaupþingsmenn fangelsisdóma, tveir voru dæmir til hegningarauka og tveir voru sýknaðir. Þyngsti dómurinn hljóðaði upp á fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Fimm dómarar Hæstaréttar munu dæma í málinu. sisi@mbl.is