— Ljósmynd/: Thomas Trutschel/Utanríkisráðuneyti Þýskalands
Vel fór á með Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og hinum þýska starfsbróður hennar, Frank-Walter Steinmeier, á óformlegum fundi utanríkisráðherra ÖSE-ríkjanna í Potsdam í Þýskalandi í gær. ÖSE stendur fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Vel fór á með Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og hinum þýska starfsbróður hennar, Frank-Walter Steinmeier, á óformlegum fundi utanríkisráðherra ÖSE-ríkjanna í Potsdam í Þýskalandi í gær.

ÖSE stendur fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Meðal þess sem rætt var á fundinum var aukið samstarf ÖSE-ríkjanna og sameiginlegar áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir.