Hrafnhildur Hagalín
Hrafnhildur Hagalín
Útvarpsþáttaröðin Flóð eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors er tilnefnd til evrópsku ljósvakamiðlaverðlaunanna Prix Europa 2016 í nýjum flokki stafrænna hljóðverka. Þetta kemur fram á vef RÚV. Prix Europa-hátíðin verður haldin í Berlín 15.-21.

Útvarpsþáttaröðin Flóð eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors er tilnefnd til evrópsku ljósvakamiðlaverðlaunanna Prix Europa 2016 í nýjum flokki stafrænna hljóðverka. Þetta kemur fram á vef RÚV. Prix Europa-hátíðin verður haldin í Berlín 15.-21. október.

Upptaka Útvarpsleikhússins á leikritinu Sek eftir Hrafnhildi Hagalín er tilnefnd til sömu verðlauna í flokki stakra útvarpsleikrita. Þetta er í annað sinn sem verk eftir Hrafnhildi Hagalín er tilnefnt í þessum flokki en verk hennar Opið hús hlaut þriðju verðlaun árið 2013. Af þessu tilefni verður Sek endurflutt í Útvarpsleikhúsinu á morgun, laugardag, kl. 14.