Ísleifur Þórhallsson
Ísleifur Þórhallsson
Aðgengi að Kórnum verður svipað og var á Justin Timberlake tónleikunum en á vefsíðu Senu má sjá nýjustu upplýsingar um aðgengi að tónleikastaðnum. Umferð í nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað fyrir alla á tónleikadögum, nema íbúa í Kórahverfi.

Aðgengi að Kórnum verður svipað og var á Justin Timberlake tónleikunum en á vefsíðu Senu má sjá nýjustu upplýsingar um aðgengi að tónleikastaðnum. Umferð í nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað fyrir alla á tónleikadögum, nema íbúa í Kórahverfi. Þeir sem búa innan þess svæðis sem loka þarf fá sendan passa heim til sín á mánudaginn sem gerir þeim kleift að ferðast um hverfið óhindrað. Enginn afsláttur verður af tónleikamiðum fyrir þá íbúa núna eins og var á Timberlake og er það m.a. vegna misskilnings sem varð hjá íbúum Kórahverfis þá. Afslátturinn var aðeins fyrir þá sem bjuggu innan lokaða hlutans en þeir sem bjuggu utan hans bjuggust líka við að fá afslátt og urðu margir mjög ósáttir þegar kom í ljós að svo var ekki.

Ísleifur segir að umferðin um Kórahverfið hafi líka gengið svo vel á Timberlake-tónleikunum að fáir íbúar hafi orðið fyrir truflunum. Minna verður um lokanir inn í Kórahverfið núna því komnar eru nýjar götur og leiðir svo truflunin verður minni fyrir íbúa svæðisins.

Ókeypis sætaferðir verða í Kórinn frá Smáralind og á tónleikadögunum er frítt í strætó fyrir þá sem framvísa tónleikamiða. Leigubílar og hreyfihamlaðir geta keyrt alveg upp að húsinu og bílastæði verður nálægt Kórnum þar sem þeir sem koma fjórir saman á bíl eða fleiri geta lagt á meðan pláss leyfir ef allir framvísa tónleikamiða. Sérstakt svæði verður fyrir reiðhjól og verður eftirlit með þeim.