Níu þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram lagafrumvarp á Alþingi þar sem koma á í veg fyrir ofurbónusa til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna.

Níu þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram lagafrumvarp á Alþingi þar sem koma á í veg fyrir ofurbónusa til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að gerð verði breyting á lögum um fjármálafyrirtæki þannig að lögin nái einnig til félaga sem hafa eða hafa haft leyfi til reksturs fjármálafyrirtækis en tekin hafa verið til slitameðferðar og félaga sem fara með eignir eða voru í eigu slíkra félaga.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að fyrir liggi að þeir bónusar sem eignarhaldsfélög gömlu bankanna ætli að greiða starfsmönnum sínum séu að mati flutningsmanna tímaskekkja sem mikilvægt sé að bregðast við. Stífar reglur séu um bónusa í fjármálafyrirtækjum og það sé vegna neikvæðra áhrifa og reynslu hérlendis og erlendis af slíkum launa- og hvatakerfum í kjölfar bankahrunsins. Ríkir almannahagsmunir séu fyrir því að takmarka slíka bónusa.