Saga Slush PLAY hefst með stofnun samtaka íslenska leikjaiðnaðarins, IGI.

Saga Slush PLAY hefst með stofnun samtaka íslenska leikjaiðnaðarins, IGI. „Þegar við stofnuðum þessi samtök vildum við koma á laggirnar einhvers konar ráðstefnu á Íslandi til að flytja þekkingu inn í landið og bæta tengslin við umheiminn,“ segir Jónas.

Úr varð að halda ráðstefnuna The Future is Bright. „Við héldum þá ráðstefnu tvisvar en svo lognaðist verkefnið út af, meðal annars vegna hrunsins.“

Á sama tíma var norrænt samstarfsverkefni á tölvuleikjasviðinu komið á fulla ferð með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefnið varð á endanum að regnhlífarsamtökunum Nordic Game Institute. „Þar var hafist handa við að kanna vandlega hvað væri að gerast í hverju landi og hvar gætu verið opnir endar. Blasti þá við að gæti verið áhugavert að byggja upp tölvuleikjaráðstefnu á Íslandi sem myndi bæði gegna því hlutverki að tengja Ísland við umheiminn, einnig vera brú fyrir norræna leikjaiðnaðinn vestur um haf,“ útskýrir Jónas.

Slush PLAY hefur líka tengingu við finnsku tækniráðstefnuna Slush sem haldin er árlega. „Slush er orðin ein stærsta tækniráðstefna heims. Það voru Salóme Guðmundsdóttir og félagar hjá Klak-Innovit, nú Icelandic Startups, sem komu á samstarfinu við Slush í Finnlandi og hafa byggt viðburðinn upp.“