Staðsetning Hún fékk jákvæða niðurstaða skipulagsfulltrúa.
Staðsetning Hún fékk jákvæða niðurstaða skipulagsfulltrúa. — Morgunblaðið/Kristinn
Mannvirki sem mun að mestu leyti verða gróðurhús mun rísa í Elliðaárdal ef borgarráð Reykjavíkur samþykkir að veita til þess lóð til byggingar.

Mannvirki sem mun að mestu leyti verða gróðurhús mun rísa í Elliðaárdal ef borgarráð Reykjavíkur samþykkir að veita til þess lóð til byggingar. Samkvæmt upplýsingum frá Halldóri Auðar Svanssyni borgarfulltrúa var lögð fram tillaga frá fyrirtækinu Spor í sandinn um lóðarvilyrði til byggingar á 1.500 fermetra gróðurhvelfingu á borgarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag. Um er að ræða byggingu sem mun að stærstum hluta verða gróðurhús. Áður hafði fyrirtækið sótt um að fá lóð í Laugardalnum en því var hafnað og þess í stað reynt að finna annan hentugri stað.

Hugmyndin er að byggja upp þyrpingu 3-4 gróðurhvelfinga ásamt torgi sem mynda eina heild. Áhersla verði lögð á vistvænt og nærandi umhverfi þar sem verði meðal annars að finna veitingastað, eldhús, sameldi, ylrækt, kennslurými og upplýsingaþjónustu.