Ferja Herjólfur er hornsteinn í heimabyggð að sögn bæjarstjóra.
Ferja Herjólfur er hornsteinn í heimabyggð að sögn bæjarstjóra. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þjónustu Herjólfs ekki eingöngu hluta af innri gerð samfélagsins heldur hornstein þess í eyjabyggð. Hann segir sveitafélagið vel til þess fallið að reka ferjuna eins og ríkið.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þjónustu Herjólfs ekki eingöngu hluta af innri gerð samfélagsins heldur hornstein þess í eyjabyggð. Hann segir sveitafélagið vel til þess fallið að reka ferjuna eins og ríkið. Spurður um hvort sveitarfélagið hyggist koma beint að rekstri ferjunnar eða bjóða hann út segir Elliði hvort tveggja komi til greina, en það verði þá með hagsmuni heimamanna í forgangi. „Okkar skylda er alltaf gagnvart íbúum í Vestmannaeyjum. Við erum ósátt við að þau lífsgæði sem fylgja góðum samgöngum séu skömmtuð úr hnefa og að menn séu á biðlistum árið um kring til að komast heim og heiman á meðan skipið er bundið,“ segir Elliði. Fjallað var um málið í bæjarráði Vestmannaeyja sl. fimmtudag. 6