Í skóla Kostnaður við hvern grunnskólanemanda er mismunandi.
Í skóla Kostnaður við hvern grunnskólanemanda er mismunandi. — Morgunblaðið/ÞÖK
Kostnaður við að kenna grunnskólanemanda getur verið á bilinu 937.000 til 6.395.000 krónur og er munurinn tæplega sjöfaldur. Þetta kemur fram í lykiltölum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2015.

Kostnaður við að kenna grunnskólanemanda getur verið á bilinu 937.000 til 6.395.000 krónur og er munurinn tæplega sjöfaldur. Þetta kemur fram í lykiltölum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2015. Dýrustu nemendurnir eru í grunnskólanum Hofgarði en þeir ódýrustu í Melaskóla. Ástæða þessa er einkum sú að skólar eru misstórir en einnig spilar inn í að sú þjónusta, sem skólar veita er mismikil. „Það er stærðarhagkvæmni í þessu eins og mörgu öðru, þótt það sé ekki algilt,“ segir Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern íbúa sveitarfélaga er sömuleiðis mishár. Hann er hæstur í Reykhólahreppi, 628.000 krónur, og lægstur í Tjörneshreppi, þar sem hann er 41.000, um 15 sinnum lægri. Stærð sveitarfélaga virðist heldur ekki skipta öllu máli í þessu sambandi, því kostnaður á hvern íbúa í Reykjavík er talsvert hærri en í mörgum minni sveitarfélögum. 16