Ákvörðun Theresa May ávarpar gesti á ársfundi Íhaldsflokksins á sunnudag. Nú er loks ljóst hvenær útgönguferli Bretlands mun formlega hefjast.
Ákvörðun Theresa May ávarpar gesti á ársfundi Íhaldsflokksins á sunnudag. Nú er loks ljóst hvenær útgönguferli Bretlands mun formlega hefjast. — AFP
Bresk stjórnvöld munu virkja 50. grein sáttmálans um Evrópusambandið í lok mars. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC. Þegar búið er að virkja 50.

Bresk stjórnvöld munu virkja 50. grein sáttmálans um Evrópusambandið í lok mars. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC.

Þegar búið er að virkja 50. greinina hefur aðildarríki tvö ár til að ljúka samningaviðræðum við ESB áður en aðild er að fullu slitið. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, fagnaði þessum tíðindum á laugardag, og sagði að gerði stöðuna skýrari að tímasetning hefði verið ákveðin.

May sagði einnig að í samningaviðræðum við ESB yrði sérstök áhersla lögð á að koma böndum á innstreymi innflytjenda frá öðrum löndum Evrópu, en að hún vildi að landið yrði enn opið fyrir afburðafólki. ai@mbl.is