Ölvaður karlmaður á fertugsaldri veittist að nágranna sínum og hótaði honum með flugbeittum flökunarhníf um hádegisbil í gær. Maðurinn var handtekinn en atvikið átti sér stað í Hafnarfirði.

Ölvaður karlmaður á fertugsaldri veittist að nágranna sínum og hótaði honum með flugbeittum flökunarhníf um hádegisbil í gær. Maðurinn var handtekinn en atvikið átti sér stað í Hafnarfirði. Hann mun dvelja í fangageymslu þar til rennur af honum en þá verður hann yfirheyrður af lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þá var þrítug kona einnig handtekin í miðborginni í gær en hún er grunuð um að hafa farið inn á hótelherbergi og stolið þar frá ferðamönnum. Munirnir eru komnir í leitirnar. Talsvert annríki var hjá lögreglunni í gær.