Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Kvennalið Vals verður með nýjan þjálfara í brúnni á næstu leiktíð í úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Kvennalið Vals verður með nýjan þjálfara í brúnni á næstu leiktíð í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, sem stýrt hefur Val síðustu tvö tímabil og hafði áhuga á að halda áfram, mun nú láta af störfum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Undir hans stjórn endaði Valur í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Óljóst er hver tekur við af Ólafi en nöfn Davíðs Snorra Jónassonar og Jörundar Áka Sveinssonar hafa verið nefnd í því sambandi, sem og Jóhanns Kristins Gunnarssonar. Jóhann ákvað að hætta sem þjálfari Þórs/KA eftir nýafstaðið tímabil, eftir fimm ára dvöl hjá félaginu. Hann gerði Þór/KA að Íslandsmeistara í fyrsta og eina skipti í sögu félagsins árið 2012 og liðið endaði aldrei neðar en í 4. sæti undir hans stjórn. sport@mbl.is