Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, 28 ára stjórnmálafræðingur, var kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna á 16. landsþingi hreyfingarinnar á laugardaginn.
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, 28 ára stjórnmálafræðingur, var kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna á 16. landsþingi hreyfingarinnar á laugardaginn. Á landsþinginu var stjórnmálaályktun samþykkt þar sem menntastefna stjórnvalda er gagnrýnd harðlega, sérstaklega frumvarp menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem ungir jafnaðarmenn segja vega að jöfnuði í samfélaginu og draga úr menntunartækifærum. „Frumvarpið hyglir þeim efnameiri á kostnað þeirra efnaminni og stuðlar að auknum ójöfnuði í samfélaginu. Slíkt frumvarp hefur ekki hagsmuni allra námsmanna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni.