Árni Már og Leifur unnu Haustmonrad BK Lokakvöldið í Haustmonrad Bridsfélags Kópavogs var spilað sl. fimmtudagskvöld.

Árni Már og Leifur unnu Haustmonrad BK

Lokakvöldið í Haustmonrad Bridsfélags Kópavogs var spilað sl. fimmtudagskvöld. Besta skori kvöldsins náðu Hallgrímur Hallgrímsson og Sigmundur Stefánsson með 61% en sigurvegarar keppninnar samanlagt eru Árni Már Björnsson og Leifur Kristjánsson með 115,8% samanlagt úr tveimur kvöldum af þremur.

Lokastaðan:

115,8 Árni M. Björnsson - Leifur Kristjánss.

115,4 Bernódus Kristins.-Ingvaldur Gústafs.

113,6 Stefán R .Jónss. - Jón Páll Sigurjónss.

111,9 Júlíus Snorrason - Eiður Mar Júlíuss.

111,6 Hallgr. Hallgrs. - Sigmundur Stefánss.

Næsta mót verður þriggja kvölda Butler tvímenningur.

Ársþing Bridssambands Íslands

Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridssambands Íslands sunnudaginn 16. okt. og hefst klukkan 13.

Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðarétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúum er velkomið að sitja þingið.

Formenn eru beðnir um að senda útfyllt kjörbréf eða í tölvupósti nöfn á þeim fulltrúum sem sitja eiga þingið á bridge@bridge.is