3. október 1542 Gissur Einarsson var vígður Skálholtsbiskup, sá fyrsti í lútherskum sið. Hann tók þó við starfinu tveimur árum áður og hélt því til æviloka. „Var manna hyggnastur,“ sagði í Íslenskum æviskrám. 3.

3. október 1542

Gissur Einarsson var vígður Skálholtsbiskup, sá fyrsti í lútherskum sið. Hann tók þó við starfinu tveimur árum áður og hélt því til æviloka. „Var manna hyggnastur,“ sagði í Íslenskum æviskrám.

3. október 1975

Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, hrapaði í Skálafelli. „Mildi að enginn slasaðist,“ sagði Dagblaðið.

3. október 1986

Sólmyrkvi sást vestanlands, sá mesti síðan 1954. Tungl huldi 85% af þvermáli sólar.

3. október 1987

Álftagerðisbræður komu fyrst fram opinberlega þegar þeir sungu við útför föður síns, Péturs Sigfússonar, í Víðimýrarkirkju í Skagafirði.

3. október 1996

Kvikmyndin Djöflaeyjan var frumsýnd. Friðrik Þór Friðriksson gerði myndina sem byggð var á bókunum Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan eftir Einar Kárason. Meira en sjötíu þúsund manns sáu myndina á þremur mánuðum og var hún best sótta mynd ársins.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson