Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Flokksráðsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina, þar sem áherslur flokksins í öllum málaflokkum fyrir komandi kosningar voru samþykktar.

Flokksráðsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina, þar sem áherslur flokksins í öllum málaflokkum fyrir komandi kosningar voru samþykktar. Heilbrigðiskerfið, málefni öryrkja og eldri borgara, húsnæðis-, skóla- og menntamál voru meðal þeirra mála sem voru ofarlega á baugi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að loknum fundi að skýr krafa væri uppi um að gera þyrfti betur hvað varðaði þessa málaflokka.

Katrín sagði í samtali við mbl.is að flokkurinn væri með tillögur um að auka þyrfti stofnframlög í húsnæðismálum í takt við nýtt lagaumhverfi. „Við viljum líka að sveitarfélög fái heimildir til þess að koma á einhvers konar takmörkunum á hækkunum leiguverðs,“ sagði Katrín.

Hvað heilbrigðismálin varðar sagði hún að VG vildi draga jafnt og þétt úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á komandi kjörtímabili.

Spurð um fjármögnun þessara verkefna nefndi Katrín sérstök auðlindagjöld. Þá yrði horft til þess að þeir tekjumestu legðu aukalega til samfélagsins og skattaeftirlit yrði aukið. elinm@mbl.is