Að tafli Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lauk í gær. Huginn er í efsta sæti.
Að tafli Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lauk í gær. Huginn er í efsta sæti. — Ljósmynd/Gunnar Björnsson
Skákfélagið Huginn hefur 2½ vinnings forskot á Taflfélag Reykjavíkur eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk í gær í Rimaskóla. Huginsmenn unnu Fjölnismenn 5-3 en á sama tíma unnu TR-ingar Reyknesinga 6-2 og minnkuðu þar með forystuna.

Skákfélagið Huginn hefur 2½ vinnings forskot á Taflfélag Reykjavíkur eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk í gær í Rimaskóla. Huginsmenn unnu Fjölnismenn 5-3 en á sama tíma unnu TR-ingar Reyknesinga 6-2 og minnkuðu þar með forystuna. Fjölnir er í þriðja sæti þrátt fyrir tapið.

Á skákfréttavefnum skák.is segir að viðureign Hugins og Fjölnis hafi verið afar spennandi og að um tíma hafi litið út fyrir að Fjölnir myndi hafa sigur. Taflfélag Garðabæjar er efst í 2. deild, Skákfélag Selfoss og nágrennis er í forystu í 3. deild.