Gleði Gunnhildur Gunnarsdóttir lyftir meistarabikarnum fyrir Íslands- og bikarmeistarana.
Gleði Gunnhildur Gunnarsdóttir lyftir meistarabikarnum fyrir Íslands- og bikarmeistarana. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þór frá Þorlákshöfn vann fyrsta titil vetrarins í karlaflokki í körfuboltanum þegar liðið vann Íslands- og bikarmeistara KR í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi, 74:69. Tobin Carberry var stigahæstur hjá Þórsurum með 28 stig.

Þór frá Þorlákshöfn vann fyrsta titil vetrarins í karlaflokki í körfuboltanum þegar liðið vann Íslands- og bikarmeistara KR í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi, 74:69.

Tobin Carberry var stigahæstur hjá Þórsurum með 28 stig. Maciej Baginski sem Þór nældi í frá Njarðvík í sumar skilaði 22 stigum. Meistararnir eru ekki með erlendan leikmann og léku auk þess án Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij sem eru meiddir.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig fyrir KR og Sigurður Þorvaldsson sem kom frá Snæfelli í sumar var með 19 stig.

Snæfell mætir sterkt til leiks í kvennaflokki en liðið sigraði Grindavík með 10 stiga mun. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Taylor Brown voru stigahæstar í liði Snæfells með 22 stig hvor. Ashley Grimes var stigahæst í liði Grindavíkur með 22 stig, tók 11 fráköst og átti 3 stoðsendingar en Petrúnella Skúladóttir setti niður 19 stig.