Fögnuður FH-ingar glaðbeittir með nýja Íslandsmeistarabikarinn sinn sem fór á loft á laugardaginn í Kaplakrika.
Fögnuður FH-ingar glaðbeittir með nýja Íslandsmeistarabikarinn sinn sem fór á loft á laugardaginn í Kaplakrika. — Morgunblaðið/Eggert
Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu karla fengu verðlaunagrip sinn í hendurnar á laugardag eftir lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu karla fengu verðlaunagrip sinn í hendurnar á laugardag eftir lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Um er að ræða glænýjan meistarabikar frá KSÍ en gamli bikarinn, sem FH-ingar höfðu oft fagnað vel sjálfir, þótti orðinn of gamall og lúinn og er kominn í vörslu KSÍ. Íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki höfðu á föstudag tekið við nýjum bikar sömuleiðis, af nákvæmlega sama tagi og karlabikarinn, en það mun vera í fyrsta sinn.

Úrslitin í Evrópu- og fallbaráttu Pepsi-deildarinnar réðust á laugardag og markakóngur, besti og efnilegasti leikmaður fengu sín verðlaun afhent. 4 og 5