Blaðamaðurinn Ragnheiður.
Blaðamaðurinn Ragnheiður.
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, eða Ragga eins hún er alltaf kölluð, er hjúkrunarfræðingur að mennt en starfar sem blaðamaður á Bleikt.is og Pressunni. „Ég tek viðtöl, skrifa um lífsstíl, femínisma og almennt pönk, kynlíf og prjónaskap.

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, eða Ragga eins hún er alltaf kölluð, er hjúkrunarfræðingur að mennt en starfar sem blaðamaður á Bleikt.is og Pressunni. „Ég tek viðtöl, skrifa um lífsstíl, femínisma og almennt pönk, kynlíf og prjónaskap. Svo held ég fyrirlestra um kynlíf og kynlheilbrigði.“

Hvernig er kynheilbrigði okkar Íslendinga? „Við erum í ágætis málum pólitískt og þjóðfélagslega séð, við erum nokkuð frjálslynd og umburðarlynd gagnvart fólki sem er alls konar og ef við lítum til annarra þjóða nálægt okkur þá stöndum við þeim framar að ýmsu leyti. En svo er alltaf mikið um persónuleg vandamál og það hefur lítið sem ekkert breyst á þessum næstum 20 árum sem ég hef verið að fjalla um kynlíf.“

Ragga hefur skrifað tvær bækur: Kynlíf, já takk og Prjóniprjón, og svo hefur hún gefið út diskana Prjónum saman og Lærðu að prjóna lopapeysu. „Ég er einnig með netnámskeið á craftsy.com sem er amerísk síða með alls konar handverksnámskeiðum. Frá því að ég gaf út prjónabókina 2008 þá hef ég verið í alls konar verkefnum sem tengjast prjónum og handverki, kennt prjón um allar jarðir og gefið út uppskriftir.“

Ragga er með fjölbreytt áhugamál. „Leikhús og ýmiss konar menning, ég fæ stundum trúarkölt á heilann og er heilluð af siðblindingjum og fjöldamorðingjum, svo hef ég gaman af stjarneðlisfræði og að elda mat og hef sérstakan áhuga á arabískum og japönskum mat. Ekki má gleyma því að ég er tungumálanörd. Er að leggja áherslu á að auka orðaforða minn í japönsku og arabísku. Þetta er langtímahobbí. Svo tala ég ensku, dönsku, sænsku, þýsku og spænsku.“

Ragga fór í magabandsaðgerð í byrjun ársins og fylgdist Ísland í dag á Stöð 2 með ferlinu. „Þetta gengur vel, það stórsér á mér eftir aðgerðina og þessu fylgir engin áreynsla. Það væri mjög snjallt að bjóða mér út að borða því ég borða svo lítið.

Í tilefni afmælisins fer ég út að borða með dóttur minni og vinkonum okkar. Við ætlum á Snaps sem er uppáhaldsveitingastaðurinn okkar og um næstu helgi ætla ég að halda matarboð sem verður með arabísku yfirbragði, eins og svo oft áður.“

Ragga á tvö börn, Hlyn 24 ára og Guðrúnu Lóu 13 ára og þrjú barnabörn.