Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, spilaði sinn síðasta leik á ferlinum þegar Þróttarar tóku á móti Víkingum í Laugardalnum í lokaumferð Pepsí-deildarinnar. Hallur, sem er 36 ára, sagði það vera skrítna tilfinningu að hafa lagt skóna á hilluna.
Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, spilaði sinn síðasta leik á ferlinum þegar Þróttarar tóku á móti Víkingum í Laugardalnum í lokaumferð Pepsí-deildarinnar. Hallur, sem er 36 ára, sagði það vera skrítna tilfinningu að hafa lagt skóna á hilluna. „Ég var búinn að hugsa þetta fyrir löngu og undirbúa sjálfan mig. Það var bara kominn tími á þetta,“ sagði Hallur sem fékk heiðursskiptingu í lok leiksins og gaf dómarinn, Pétur Guðmundsson, honum gult og rautt spjald og voru spjöldin árituð.