Útgjöld Útblástursmálið hefur kostað VW marga milljarða dala.
Útgjöld Útblástursmálið hefur kostað VW marga milljarða dala. — AFP
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen AG staðfesti á föstudag að samkomulag hefði náðst um greiðslu 1,21 miljarðs dala til bílasala í Bandaríkjunum.

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen AG staðfesti á föstudag að samkomulag hefði náðst um greiðslu 1,21 miljarðs dala til bílasala í Bandaríkjunum. Skiptist greiðslan á milli 652 bandarískra bílasala sem töldu sig hafa orðið fyrir tjóni eftir að Volkswagen varð uppvíst að því á síðasta ári að hafa svindlað á útblástursprófunum.

Fær hver bílasali að jafnaði 1,85 milljónir dala í bætur, að því tilskildu að dómstóll í San Francisco samþykki þessa niðurstöðu.

Gangi bótagreiðslan eftir verður samanlagður kostnaður Volkswagen vegna málaferla í Bandaríkjunum út af útblásturshneykslinu kominn upp í 16,5 milljarða dala.

Bloomberg segir sumar bílasölur hafa fjárfest í nýjum og stórum sýningarsölum í takt við þau markmið æðstu stjórnenda VW að selja árlega 800.000 bíla í Bandaríkjunum. Á síðasta ári seldust þar hins vegar aðeins tæplega 350.000 VW-fólksbílar. ai@mbl.is