Skúli S. Ólafsson ætlar í hádeginu á morgun, þriðjudag, klukkan 12.05 að flytja erindið Jartein og sakramenti: Nýir tímar, ný bjargráð. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Skúli S. Ólafsson ætlar í hádeginu á morgun, þriðjudag, klukkan 12.05 að flytja erindið Jartein og sakramenti: Nýir tímar, ný bjargráð. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Skúli mun fjalla um altarissakramentið sem öðlaðist aukið vægi í stjórnsýslu, menningu og trúarlífi á Íslandi og víðar þar sem lútherskur siður ríkti í kjölfar siðaskiptanna. Þeirri spurningu verður varpað fram hvort altarisgangan hafi öðlast þann sess sem jartein höfðu á miðöldum, sem bjargráð í baráttu daganna og tenging við æðri máttarvöld.