— Morgunblaðið/Eggert
Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Reykjavíkurflugvelli sl. laugardag þar sem sviðsett var flugslys með 75 farþegum um borð. Allt var gert til að gera vettvanginn sem líkastan raunverulegu slysi.
Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Reykjavíkurflugvelli sl. laugardag þar sem sviðsett var flugslys með 75 farþegum um borð. Allt var gert til að gera vettvanginn sem líkastan raunverulegu slysi. Um 400 manns tóku þátt í æfingunni, starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk fjölda annarra.