Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA, skoraði flest mörk í Pepsí-deild karla á þessu keppnistímabili. Garðar skoraði 14 mörk og fékk gullskóinn afhentan að loknum leik Vals og ÍA í lokaumferðinni.
Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA, skoraði flest mörk í Pepsí-deild karla á þessu keppnistímabili. Garðar skoraði 14 mörk og fékk gullskóinn afhentan að loknum leik Vals og ÍA í lokaumferðinni. Sá næstmarkahæsti var einnig þátttakandi í þeim leik, Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val, en hann skoraði alls 13 mörk. Hvorugur þeirra skoraði í leiknum. Hrvoje Tokic, Víkingi Ó., náði bronsskónum af Martin Lund Pedersen, Fjölni, með marki í Garðabæ. Báðir skoruðu 9 mörk en Tokic á færri mínútum.