Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands seint í gærkvöldi var engin skjálftavirkni í kringum Kötlu. Að sögn veðurfræðings var „ekkert óvenjulegt á ferðinni“. Rólegt hefur verið við Kötlu undanfarinn sólarhring.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands seint í gærkvöldi var engin skjálftavirkni í kringum Kötlu. Að sögn veðurfræðings var „ekkert óvenjulegt á ferðinni“.

Rólegt hefur verið við Kötlu undanfarinn sólarhring. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í öskjunni og var sá stærsti af stærð 2,6. Hann var kl. 17:01, 1. október. Enn eru engin merki um gosóróa. Þessi mikla virkni á laugardaginn virðist ekki hafa valdið auknu rennsli jarðhitavatns í ám í kringum Mýrdalsjökul. Litakóðinn fyrir Kötlu er enn gulur sem þýðir að virknin er umfram venjulegt ástand.