Landspítalinn Ráðast þarf í kerfisbreytingar að mati Páls Matthíassonar.
Landspítalinn Ráðast þarf í kerfisbreytingar að mati Páls Matthíassonar. — Morgunblaðið/Ómar
„Telja þeir að við ástandið verði ekki unað enda geti þeir ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna við aðstæður sem alltof oft skapast í starfseminni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sem birtist á vefsíðu Landspítalans...

„Telja þeir að við ástandið verði ekki unað enda geti þeir ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna við aðstæður sem alltof oft skapast í starfseminni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sem birtist á vefsíðu Landspítalans fyrir helgi, en þar vísar hann í bréf 22 sérfræðilækna bráðadeildar.

„Við höfum verið að berjast við þetta vandamál árum saman,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið en mikill vandi birtist á bráðamóttökunni vegna aukins álags og skorts á fráflæði sjúklinga. Sjúklingar liggi ítrekað alvarlega slasaðir eða veikir á göngum bráðamóttökunnar. Landspítalinn hyggur þegar á aðgerðir til að bregðast við vandanum að einhverju leyti þó hann verði ekki endanlega leystur. „Ekkert sem gert er innanhúss dregur úr mikilvægi stærri kerfisbreytinga.“ 2