„Það verður fyrst og fremst gaman að fá tækifæri til þess að bera okkur saman við eitt af fremstu handboltaliðum Norðurlandanna,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, sem mætir Alingsås frá Svíþjóð í 2.
„Það verður fyrst og fremst gaman að fá tækifæri til þess að bera okkur saman við eitt af fremstu handboltaliðum Norðurlandanna,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, sem mætir Alingsås frá Svíþjóð í 2. umferð EHF-keppninnar á Ásvöllum kl. 16. Um fyrri leik liðanna af tveimur er að ræða og ljóst að Hauka bíður erfitt verkefni. Haukar hafa byrjað Íslandsmótið illa en Alingsås er taplaust í Svíþjóð og lék í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Sjá nánar á mbl.is/sport.