Gunnar Magnússon
Gunnar Magnússon
„Það verður fyrst og fremst gaman að fá tækifæri til þess að bera okkur saman við eitt af fremstu handboltaliðum Norðurlandanna,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, sem mætir Alingsås frá Svíþjóð í 2.
„Það verður fyrst og fremst gaman að fá tækifæri til þess að bera okkur saman við eitt af fremstu handboltaliðum Norðurlandanna,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, sem mætir Alingsås frá Svíþjóð í 2. umferð EHF-keppninnar á Ásvöllum kl. 16. Um fyrri leik liðanna af tveimur er að ræða og ljóst að Hauka bíður erfitt verkefni. Haukar hafa byrjað Íslandsmótið illa en Alingsås er taplaust í Svíþjóð og lék í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Sjá nánar á mbl.is/sport.