Dómkirkjan efnir til slökkviliðsmessu sunnudaginn 9. október kl. 11. Tilefnið er 220 ára afmæli kirkjunnar, en skrúðhús hennar var fyrsta slökkvistöð Reykjavíkur og var þá nefnt Sacristie- og Spröjtehus. Þessu hlutverki gegndi skrúðhúsið frá 1827-1886.

Dómkirkjan efnir til slökkviliðsmessu sunnudaginn 9. október kl. 11.

Tilefnið er 220 ára afmæli kirkjunnar, en skrúðhús hennar var fyrsta slökkvistöð Reykjavíkur og var þá nefnt Sacristie- og Spröjtehus. Þessu hlutverki gegndi skrúðhúsið frá 1827-1886. Af þessu tilefni er boðið til sérstakrar guðsþjónustu. Fulltrúar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna munu lesa texta við messuna. Karl Sigurbjörnsson predikar og þjónar fyrir altari. Gamlir slökkvibílar og búnaður verða til sýnis við kirkjuna. Eftir messu býður kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar til messukaffis í Safnaðarheimilinu að Lækjargötu 14. Allir eru velkomnir í messu og kaffi.