— Morgunblaðið/Eggert
Margir af fremstu listamönnum norðurslóða kynna nú menningu sína og listir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Í gær var þar sett ráðstefnan Hringborð norðurslóða þar sem m.a.

Margir af fremstu listamönnum norðurslóða kynna nú menningu sína og listir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Í gær var þar sett ráðstefnan Hringborð norðurslóða þar sem m.a. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flytur ávarp, en fyrirlesarar eru yfir 400 víða að úr heiminum.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram eru Zarina Olox Kopyrina, sem þekkt er fyrir töfrandi rödd og sterka sviðsframkomu, og hljóðfæraleikarinn Spiridon Shishigin, en hann leikur á munngígju.

Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sótti Hörpu heim í gær hitti hann fyrir þjóðlagasöngkonuna Anisiia Fedorova frá Jakútíu og sést hún til vinstri á meðfylgjandi mynd í afar þjóðlegum klæðum.