Listamenn Yoko Ono og Sean, sonur hennar, í Listasafninu í gær.
Listamenn Yoko Ono og Sean, sonur hennar, í Listasafninu í gær.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í gærkvöldi, þ.e. Yoko Ono: Ein saga enn... og Erró: Stríð og friður .
Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í gærkvöldi, þ.e. Yoko Ono: Ein saga enn... og Erró: Stríð og friður . Við það sama tækifæri veitti Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Hildigunni Birgisdóttur viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu. Þetta var í 17. skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Markmiðið er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar listsköpun þeirra.