FH-ingarnir Sonni Ragnar Nattestad og Gunnar Nielsen voru báðir í liði Færeyja sem vann frækinn sigur á Lettum á útivelli, 2:0, í B-riðli undankeppni HM í knattspyrnu í gær.
FH-ingarnir Sonni Ragnar Nattestad og Gunnar Nielsen voru báðir í liði Færeyja sem vann frækinn sigur á Lettum á útivelli, 2:0, í B-riðli undankeppni HM í knattspyrnu í gær. Sonni Ragnar, sem var á láni hjá Fylki seinni hluta sumars, skoraði fyrra mark leiksins.
Færeyjar eru í 2. sæti riðilsins með fjögur stig, stigi fyrir ofan Evrópumeistara Portúgals sem mæta til Færeyja á mánudagskvöld eftir 6:0-sigur á Andorra þar sem Cristiano Ronaldo skoraði fernu.