Rappari Tinna Sverrisdóttir mun kenna stelpum að rappa í Tónlistarsafni Íslands í dag.
Rappari Tinna Sverrisdóttir mun kenna stelpum að rappa í Tónlistarsafni Íslands í dag.
Tinna Sverrisdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikkona, leiðir rappnámskeið sem hefst kl. 11 og stendur til kl. 15 í dag í húsnæði Tónlistarsafns Íslands að Hábraut 2, gegnt Gerðarsafni.

Tinna Sverrisdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikkona, leiðir rappnámskeið sem hefst kl. 11 og stendur til kl. 15 í dag í húsnæði Tónlistarsafns Íslands að Hábraut 2, gegnt Gerðarsafni. Dagskráin er liður í Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem haldnar eru í dag í Tónlistarsafni Íslands og Gerðarsafni.

Tinna mun ekki aðeins kenna rapp heldur einnig fjalla um hvernig má bæta eigin textaskrif og kenna æfingar sem efla sjálfstraust og skapandi hugsun. Námskeiðið er opið öllum stelpum á aldrinum 13 – 16 ára og er ókeypis.

Klukkan 13 hefst svo námskeið fyrir 9 - 12 ára krakka í Gerðarsafni þar sem viðfangsefnið er skúlptúr og gerðar verða tilraunir og hugmyndir ræddar í tengslum við yfirstandandi skúlptúrsýningar í safninu. Skúlptúrnámskeiðið er einnig opið öllum og þátttaka ókeypis.