Eins og ég hef sýnt fram á, í nokkrum blaðagreinum, er útilokað að aukinn lífsandi (CO 2 ) valdi hlýnun Jarðar. Hvorki umhverfisráðuneyti né Veðurstofan geta fært eðlisfræðileg rök fyrir kostnaðarsömum aðgerðum gegn lífsandanum. Að hlýta leiðsögn Evrópusambandsins á þessu sviði er jafnskaðleg flónska og að fylgja ESB í viðskiptastríði við Rússland. Þeir valdamenn munu verða hart dæmdir af sögunni, sem valda Íslandi fjárhagslegum skaða með blindri fylgispekt við erlent vald.
Planck-ferillinn
Eins og ég fjallaði um í Morgunblaðinu 24. september 2016 [http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/2180726/], lýsir Stefan-Bolzmann-lögmálið sambandi á milli hitastigs Jarðar og útgeislunar frá henni. Útgeislunin er í formi rafsegulbylgna, sem spanna ákveðið samfellt bylgjusvið, með skilgreindum orkutoppi. Ferill orkuflæðisins er því fall af bylgjulengd og hann nefnist Planck-ferill.Flatarmálið undir hverjum Planck-ferli samsvarar þeirri orku sem viðkomandi hlutur sendir samtals frá sér. Hægt er að skipta flatarmálinu undir hverjum ferli í glugga og finna hversu mikla orku hluturinn sendir frá sér um hvern bylgju-glugga. Með þessu móti er hægt að öðlast góða mynd af orkuástandi Jarðar og andrúmsins.
Þótt hitanæmar sameindir andrúms endurvarpi jafnt í allar áttir, er endurvarp til Jarðar ekki alltaf 50%. Hlutföllin ráðast af í hvaða hæð upphafleg gleyping fer fram. Því nær Jörðu sem frumgleypingin verður, þeim mun stærri hluti endurvarpast niður og tekur þátt í hitun hennar. Ef frumgleypingin verður í mikilli hæð hefur hnöttótt lag Jarðarinnar áhrif. Ef frumgleypingin verður í mjög lítilli hæð, koma byggingar, trjágróður og ójöfnur á yfirborðinu við sögu.
Á skýringarmyndinni er sýnt líkan yfir orkujafnvægi Jarðar, sem byggist á mælingum sem gerðar voru 1974 í hitabeltinu yfir Kyrrahafi og útreikningum mínum. Innstreymi sólar er 278,7 W/m2, sem samkvæmt Stefan-Bolzmann myndi gefa yfirborðshita Jarðar án andrúms 265K (-8°C) sem er 10°C gráðum heitara en Jörðin öll án andrúms. Hitastig Jarðar á þessum stað var 295K (+22°C) samkvæmt mælingunni, sem er 7°C gráðum heitara en Jörðin er talin vera að meðaltali.
Sjálfvirk stýring er á hitastigi Jarðar
Framangreind úrvinnsla sýnir að CO 2 getur ekki valdið meiri hlýnun en nú þegar er orðin. Þannig kemur í ljós að í CO 2 -glugganum endurvarpast 14,4 W/m
Endurvarp annarra hitanæmra gastegunda til Jarðar er 136,3 W/m
Þessu til viðbótar má nefna, að 50 ára mælingar úr gervihnöttum hafa ekki greint neina breytingu á endurvarpi CO 2 til Jarðar. Á sama tíma hefur magn CO 2 í andrúminu aukist um nær 30%. Útilokað er því að CO 2 hafi valdið aukinni hlýnun þetta tímabil. Þeir sem samt halda því fram, að lífsandinn (CO 2 ) sé mikil ógn við lífríki Jarðar, verða að styðja málflutning sinn einhverjum rökum – að öðrum kosti verða þeir áfram nefndir heimskingjar og ærulausir dómsdagsspámenn.
Þetta er útdráttur úr nokkuð lengri grein, sem hægt er að lesa hér:
[http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/2181368/]
Höfundur er verkfræðingur.